Brownies með rúgmjöli

 

Hér er komin uppskrift að ljúffengum brúnkum sem bæði eru með rúgmjöli og valhnetum og má, með sterkum vilja, telja sér trú um að sé örlítið hollar.  Þessar eru nammi.

200 g dökkt súkkulaði (best er að nota 70% )

150 g smjör, mjúkt

240 g púðursykur

2 egg (meðalstór)

1 tsk. vanilludropar

100 g rúgmjöl

2 msk. kakó

80 g valhnetur, ristaðar í ofni og saxaðar gróft  (má líka nota heslihnetur)

 

Hitið ofninn í 180°C. Setjið helminginn af súkkulaðinu i skál og bræðið það yfir vatnsbaði eða á lágum straum í örbylgjuofninum. Saxið hinn helminginn frekar gróft. Hrærið saman smjör og sykur það til ljóst og kremkennt. Ef smjörið er kalt úr ísskáp er ráð að nota ostaskera til að sneiða það niður í skálina. Bætið eggjum út í einu í einu ásamt vanilludropum og hrærið allt vel saman. Blandið nú bræddu súkkulaðinu saman við og síðan rúgmjöli, kakó og valhnetum. Setjið bökunarpappír í botninn og upp með hliðum í ferköntuðu formi sem er 23cm á kant, jafnið deiginu í formið. ef þið eruð með stærra eða minna form þurfið þið að taka tillit til þass þegar kemur að því að ákveða bökunartímann. minna form, lengri tími en stærra form styttri tími. Bakið í u.þ.b. 25 mín í miðjum ofni. Kælið, takið úr forminu og skerið í litla bita. Þið fáið 25 litla bita úr þessari uppskrift en einnig má skera kökuna í stærri bita.

Athugið að bökunartími á brúnkum er mikilvægur og ekki gott að baka þær of lengi. þær eru bestar pínu seigar með mjúkum kjarna. Ofnar eru misjafnir og mikilvægt að þekkja sinn ofn og hvernig hann vinnur til að fá sem bestan árangur við bakstur og eldamennsku í honum almennt.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s