Hnetueplakaka

Ef þú átt eina uppskrift að eplaköku þá ætti þetta að vera hún. Víst er að það er alveg nauðsynlegt að kunna eina uppskrift að einni slíkri því nýbökuð eplakaka getur gert kraftaverk og látið hörðustu karlmenni geta breyst í mjúka bangsa, bara við kökuilminn. Þessi uppskrift er frekar hefðbundin og kemur frá vinkonu hennar mömmu minnar, henni Bryndísi og birtist einu sinni á síðum Gestgjafans. Ég kaupi 1/2 líter af rjóma, nota það sem þarf af honum í deigið og léttþeyti restina. Það þarf mikinn rjóma með svona góðri köku.

 

Hnetueplakaka

125 g smjör
1 ½  dl sykur
2 egg
rifið hýði af einni sítrónu
2 ½  dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
2-3 msk. rjómi
2-3 epli, td. jónagold eða græn

2 msk. sykur
1 tsk. kanill
50 g valhnetur eða pecanhnetur

Stillið ofninn á 180°C. Hrærið smjör og sykur saman. Bætið eggjum út í einu í einu og bætið síðan öllu hráefni út í eftir röðinni. Flysjið eplin, skerið í þykka báta. Setjið eplabátana út í deigið og blandið þessu saman. Jafnið deiginu í 24-26 cm smurt form. Þið getið líka sett deigið í formið og raðað eplunum ofan á ef þið viljið frekar, ég geri ýmist og þannig er kakan á myndinni. Blandið saman sykri og kanel og sáldrið sykrinum og hnetum ofan á. Bakið í 35-40 mín. Berið fram með léttþeyttum rjóma bragðbættum með vanillusykri.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s