Fljótlegur kjúklingaréttur

Ódýr og fljótlegur. Er það ekki það sem allir vilja kunna, að gera ódýran mat sem er fljótlegt að elda og bragðast eins og besti veislumatur. Þetta er sá réttur hjá okkur í Salt Eldhúsi. Allt í ofnskúffu, tími til að kósa sig, sinna skylduverkum………….. eða skreppa í göngutúr meðan kjúllinn er að bakast og finna matarilminn koma á móti þér þegar inn er komið.
3 bökunarkartöflur

2 laukar

3 hvítlauksgeirar

1 sítróna í sneiðum (má sleppa)

3 msk.olía

8-10 bitar af kjúkling, mjög gott er að nota efri læri

salt og nýmalaður pipar

krydd eftir smekk

 

Hitið ofninn í 200°C, 180 á blástur. Penslið ofnskúffu með olíu, eða setjið bökunarpappír í skúffuna. Skerið kartöflur í 1 cm þykkar sneiðar og raðið þeim í ofnsúffuna svo þær þeki hana. Skerið laukinn í skífur og raðið ofan á kartöflurnar. Raðið sítrónum ofan á ef þið notið þær. Saltið og piprið. Raðið kjúklingabitunum ofan á grænmetið, penslið aðeins með olíu, líka lauk og kartöflur þar sem kjúklingurinn er ekki ofan á. Kryddið kjúklinginn eftir smekk. Bakið þetta í ofninum í um það bil 30-40 mín eða þar til kjúklingurinn er fallega brasaður og kartöflurnar farnar að taka lit.

 

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s