Góð fiskisúpa er fínn helgarmatur. Hér er uppskrift að einni, nokkuð einfaldri, sem er krydduð að Tælenskum hætti, undurgóð súpa sem hlýjar.
200 g vermicelli núðlur, lagðar í bleyti eftir leiðbeiningum
2 dósir kókosmjólk eða sem samsvarar 800 g má gjarnan vera ein dós fullfeit og ein létt saman
6 dl fiskisoð
½ dl tælensk fiskisósa (nam pla)
½ tsk. túrmerik
400-500 g fiskur í bitum, má vera blanda af tegundum og jafnvel nokkrar hráar rækjur með
150 g sykurbaunir, skornar í bita
3 vorlaukar, sneiddir fínt
nokkrir stilkar ferskt kóríander til að setja ofan á
1 límóna, skorin í 4 báta
Hitið rúmgóðan pott og steikið kryddblönduna í 2 mín. Bætið kókosmjólk út í og látið allt sjóða saman í 10 mín. Bætið fiskisoði og túrmerik út í og sjóðið áfram í 5 mín. Setjið fiskisósuna út í ásamt fisknum og sykurbaunum og látið sjóða í 1-2 mín. Bætið núðlum í pottinn og hitið allt vel í gegn. Sáldrið vorlauk og fersku kóríander ofan á í lokin og berið límónubát með. Uppskriftin dugar fyrir 4.
Kryddmauk:
1-2 rauð chili (eftir því hvað þið þolið sterkt)
5 cm bútur engieferrót
3 hvítlauksgeirar
1 tsp. kóríanderfræ, mulin í morteli
2 msk. sesamolía eða önnur olía sem þið eigið
handfylli ferskt kóríander, gjarnan með rótinni
Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið vel saman.