Krækiberjasaft

Hér er uppskrift að krækiberjasaft eins og amma gerði.  Í þá daga var hakkavél notuð til að ná safann úr berjunum en nú eiga flestir matvinnsluvél og einhverjir eiga safapressu sem er mjög gott að nota. Berin eru hituð til ná sem mestum safa úr þeim en ef þið hins vegar eruð með safapressu er ekki nauðsynlegt að hita þau.  Við hitunina þynnist hýðið og berinn verða safaríkari og verður oft meira úr þeim. Þessi saft er algjör lífs-elexír, stútfull af C-vítamíni og andoxunarefnum. Gott er að vera með hanska við að kreista hratið út berjunum því berið gefa mikinn lit.

krækiber

300 -400 g sykur í hvern lítra af krækiberjasaft

1 msk. vínsýra í hvern líter af tilbúinni saft (má sleppa)

Skolið berin og hitið í potti með örlitlu vatni. Setjið berin með safanum sem kemur í pottinn í matvinnsluvél og maukið, gott er að nota könnuna. Hellið í sigti með grisju og pressið allan safan úr berjunum. Hellið saftinni af berjunum í pott ( mælið hana) og setjið 300 – 400 g af sykri á móti 1 líter af saft. Hitið þar til sykurinn er uppleystur, takið af hitanum og bætið vínsýru út í. Hellið saftinni í hreinar flöskur og lokið strax. Geymist á svölum stað. Saftin geymist í ísskáp í ár.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s