Ferskjusulta

Ferskjusulta er undurgóð. Í heimagerðri sultu stjórnar maður því hversu mikill sykur er í henni. Í sultum sem eru keyptar í búð er vanalega notaður jafnmikil sykur og ávextir eða jafnvel meira eins og í appelsínumarmelaði. Sultuna þarf þó að geyma í ísskáp en hún geymist þar í 6-8 mánuði, þ.e.a.s. ef hún klárast ekki bara fyrir þann tíma. Úr uppskriftinni fást 5-6 meðalstórar krukkur.

2 kg ferskjur

700 g sykur

4 sítrónur, safi af þeim (1  3/4  dl )

Skerið ferskjurnar í bita og fjarlægið steininn. Setjið þær í skál ásamt sykrinum. Látið bíða í 8 klst eða yfir nótt í ísskáp. Takið til hreinar krukkur, reikna má með 4-6 meðalstórum krukkum. Hellið sykrinum sem er orðinn að legi í pott og látið suðuna koma upp. Bætið ferskjum og sítrónusafanum út í. Sjóðið saman í 10-15  mín.  Notið aðferð með kalda diska í frysti til að prófa stífleikann á sultunni. Mismunandi er hversu mikið pektín er í ferskjum, það fer eftir tegundum. Hér eru sítrónur notaðar til að hjálpa til við að fá sultuna stífa. Byrjið að prófa sultuna eftir 15 mín. ef hún er ekki nógu stíf má sjóða hana í 5 mínútur í viðbót en ekki mikið lengur því þá fer hún að verða brún. Hellið sultunni í heitar, hreinar krukkur og lokið strax. Eftir svolítinn tíma fara að heyrast smelluhljóð í krukkunum þegarþær lofttæmast. Þessa sultu þarf að geyma á svölum stað því sykurmagnið er í minna lagi. Sultan geymist í ískáp í 6-8 mánuði.

Aðferð með kalda diska í frysti

Þegar kemur að lok suðutímans er gott að fylgjast með því hvort sultan er nógu stíf. Gott er að vera búin að setja 3-4 litla diska í frysti, taka einn ískaldan út, láta smávegis af sultu á hann og setja prufuna í frystinn aftur í 2 mín. Þá getið þið séð hvort hún er nógu stíf. Ef hún er ekki tilbúin er hún soðin áfram í nokkrar mínútur og síðan er þetta gert aftur. Oft er þetta bara spurning um örfáar mínútur.

Undirbúningur á krukkum

Hlaup og sultur ættu að geymast í amk. eitt ár á þurrum og svölum stað en til þess að það verði þarf að gæta þess að krukkurnar séu vel hreinar. Best er að sótthreinsa þær með því að þvo þær vel úr heitu sápuvatni, skola þær síðan vel úr hreinu vatni og láta þær síðar í 100°C heitan ofn í 20 mín. Einnig má skola krukkur úr  bensónat en gallin við það er að þá vill koma grátt ský í krukkurnar.

 

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s