Blómkálssalat að Írönskum hætti

 

Nú er tíminn til að njóta nýrrar uppskeru og blómkál er okkar uppáhald, nýsoðið með smjöri og salti. Blómkál tekur mjög vel við kryddi og er gott að gera salöt úr því. Þessi uppskrift er upprunalega frá Ottolengi en er aðeins einfölduð hér. Að okkar mati er þetta besta blómkálssalatið. Það er líka svo hollt að blanda bæði steiktu og hráu blómkáli saman. Geymist vel í lokuðu boxi í 5 daga í ískáp og því tilvalið í nestispakkann.

 

1 stórt blómkálshöfuð

3 msk. ólífuolía

salt

handfylli steinselja, söxuð

handfylli mynta, söxuð

40 g pistasíur, saxaðar gróft og ristaðar

1 tsk. kumminduft

2 msk. sítrónusafi

 

2 msk. olía

1 rauðlaukur

1 dl granateplafræ

 

Hitið ofninn í 190°C. Skerið blómkálshöfuðið í tvennt og skiptið öðrum helmingnum af því í litla bita í munnbitastærð. Setjið þetta í ofnskúffu, sáldrið 3 msk. af olíu yfir, saltið og bakið í ofninum í 15-20 mín eða þar til kálið er farið að taka lit. Saxið mjög smátt hinn helminginn af blómkálinu og setjið í skál ásamt laufkryddi, pistasíum, kummindufti og sítrónusafa.

Afhýðið laukinn og skerið í fernt og síðan í sneiðar. Steikið laukinn það til hann er brúnaður. Þegar blómkálið í ofninum er tilbúið er öllu blandað saman, hráu blómkálinu með kryddinu, steikta lauknum og síðan steikta blómkálinu. Smakkið til og bætið e.t.v. ferskum granateplakrörnum í, salti og pipar og örlítið meira af ólífuolíu.

 

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s