Fátt er betra en jarðaber og rjómi nema ef vera skyldi marenskaka með. Eton Mess er nafnið á þessum einstaklega auðvelda eftirrétti sem líklega er uppruninn í Bretlandi og vísar nafnið til Eton menntaskólans. Fyrstu heimildir eru um uppskrift á prenti árið 1890 en þá vissum við hér á Íslandi lítið um jarðaber. Nú erum við hér á Norðurslóðum sérlega sólgin í þessu undurgóðu ber og í Salt Eldhúsi köllum við þennan eftirrétt bara jarðarberjaeftirréttinn.
5-600 g jarðaber
4 dl rjómi
2 handfylli af marenskökum eða álíka magn af marensbotn brotin í litla bita
Skerið jarðaberin í munnbitastærð. Þeytið rjómann og blandið berjum og marensbrotunum saman í stóra skál. Skiptið í litlar skálar og skreytið e.t.v. með jarðaberi á toppinn. Þetta dugar fyrir 4-6 í eftirrétt.