Jarðaberja eftirréttur

Fátt er betra en jarðaber og rjómi nema ef vera skyldi marenskaka með. Eton Mess er nafnið á þessum einstaklega  auðvelda eftirrétti sem líklega er uppruninn í Bretlandi og vísar nafnið til Eton menntaskólans. Fyrstu heimildir eru um uppskrift á prenti árið 1890 en þá vissum við hér á Íslandi lítið um jarðaber. Nú erum við hér á Norðurslóðum sérlega sólgin í þessu undurgóðu ber og í Salt Eldhúsi köllum við þennan eftirrétt bara jarðarberjaeftirréttinn.

5-600 g jarðaber

4 dl rjómi

2 handfylli af marenskökum eða álíka magn af marensbotn brotin í litla bita

Skerið jarðaberin í munnbitastærð. Þeytið rjómann og blandið berjum og marensbrotunum saman í stóra skál. Skiptið í litlar skálar og skreytið e.t.v. með jarðaberi á toppinn. Þetta dugar fyrir 4-6 í eftirrétt.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s