Hér kemur aldeilis einfalt meðlæti sem elda má á grillinu. Passar mjög vel með grilluðu lambakjöti.
3 eggaldin
olía
salt og pipar
Skerið eggaldin í 1 cm þykkar sneiðar eftir endilöngu. Penslið með olíu og stráið salti og pipar yfir. Grillið eggaldinsneiðarnar á heitu grilli og setjið þær á fat. Hellið sósunni yfir og blandið svo þeki sneiðarnar. Frábært meðlæti með grilluðu lambakjöti. Dugir fyrir 4 .
Sósa:
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. kumminduft
1 sítróna, safi úr
4 msk. ólífuolía
1 tsk. hunang
hnefafylli steinselja, söxuð
Blandið öllu saman í skál.