Marokkóskt eggaldin á grillið

Hér kemur aldeilis einfalt meðlæti sem elda má á grillinu. Passar mjög vel með grilluðu lambakjöti.

3 eggaldin

olía

salt og pipar

 

Skerið eggaldin í 1 cm þykkar sneiðar eftir endilöngu. Penslið með olíu og stráið salti og pipar yfir. Grillið eggaldinsneiðarnar á heitu grilli og setjið þær á fat. Hellið sósunni yfir og blandið svo þeki sneiðarnar. Frábært meðlæti með grilluðu lambakjöti. Dugir fyrir 4 .

 

Sósa:

1 tsk. paprikuduft

1 tsk. kumminduft

1 sítróna, safi úr

4 msk. ólífuolía

1 tsk. hunang

hnefafylli steinselja, söxuð

 

Blandið öllu saman í skál.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s