Brúnkaka

Á sumrin langar mig í kökurnar sem ég fékk í sveitinni þegar ég var lítil. Þessi er í uppáhaldi, gott kryddbragð og frábær með glasi af ískaldri léttmjólk. Sítrónubörkurinn gerir útslagið í þessari uppskrift af brúnkökunni.

250 g smjör, mjúkt

320 g púðursykur

2 egg

500 g hveiti

1 kúfuð tsk. kanell

1 kúfuð tsk. negull

1 tsk. matarsódi

100 g kúrenur (má nota rúsínur í staðinn)

rifið hýði af 1 sítrónu

2 1/2 dl mjólk

 

Hitið ofninn í 170°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og kremkennt, það skiptir miklu máli í formkökubakstri að hræra smjör og sykur mjög vel saman. Bætið eggjum út í einu í einu, hrærið vel saman. Sigtið hveiti, kanel, negul og matarsóda saman og bætið út í ásamt öllu öðru sem er í uppskriftinni. Hrærið saman þar til allt er vel samlagað. Smyrjið 30 cm langt jólakökuform með smjöri eða olíu og jafnið deiginu í formið. Bakið kökuna í um það bil klukkutíma. Kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn út.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s