Pasta með sítrónusósu og valhnetukjörnum

Góðir pastaréttir eru gersemi í matreiðslubók heimilissins. Á tímabili tók ég upp á því að elda nýjan pastarétt í hverri viku og safnaði að mér mörgum góðum pastaréttum sem ég gríp reglulega í. Einn af þeim pastaréttum birtist hér. Ég bendi á að lykilatriðu, fyrir utan að rista valhneturnar sem fær bragðið fram í þeim, er að geyma örlítið af pastavatninu eftir að pastað er soðið til að fá sósuna til að festast betur á pastanu. Þetta gildir um flesta pastarétti og ef þið hafið ekki tileinkað ykkur þessa tækni þegar þið eldið pastarétt, hvet ég ykkur til að prófa.

60 g valhnetur

30 g smjör

10 fersk salvíulauf, söxuð eða 2 tsk. þurrkað

rifinn börkur af 1 sítrónu

4 msk. rjómi

salt og nýmalaður pipar

50 g parmesanostur, rifinn

hnefafylli steinselja (15 g) söxuð

2 msk. sítrónusafi

300 g pasta t.d. tagliatelle

 

Hitið ofninn í 160°C og bakið valhnetur í 15 mín, saxið þær gróft.

Hitið smjör á rúmgóðri pönnu og eldið það þar til það fer að brúnast og ilma vel.  Bætið salvíu út  í smjörið og látið hana steikjast með í 1-2 mín. Bætið sítrónubörk, rjóma örlitlu af salti og svörtum pipar í og látið þetta þykkna aðeins (þetta tekur stutta stund).

Sjóðið nú pastað eftir leiðbeiningum á pakkanum og takið frá 3-4 msk. af pastavatninu áður en þið sigtið vatnið frá.

Setjið sigtað pastað út í sósuna á pönnunni ásamt pastavatninu (sem þið tókuð frá), valhnetum, parmesanost, steinselju og sítrónusafa. Blandið öllu vel saman og berið fram strax.

Þessi pastaréttur dugar fyrir 3 svanga sem aðalréttur eða 4 lystaminni.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s