Ofnsteiktar kartöflur með indverskum kryddum

Þessar girnilegu kartöflur eru kryddaðar með indverskri kryddblöndu sem heitir panch phoron oft kallað indverskt “5 spice” eða indversk 5 krydda blanda . Þessi kryddblanda er mikið notuð í austurhluta Indlands og í Bangladesh. Gott er að nota blönduna sem “rub” á kjöt, í pottrétti og sérstaklega gott ofan á naan-brauð. Í þessari kartöfluuppskrift eru kartöflurnar fyrst soðnar í stutta stund og síðan bakaðar með öllum þessum dásamlegu kryddum. Með því að sjáða þær fyrst verða þær stökkar að utan en með mjúkri miðju sem er undurgott. Uppskriftin er fyrir 6.

 

1 kg kartöflur

2 msk. olía

1 kúfuð msk. panch phora (sjá uppskrift)

3 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 tsk. rifið engifer

½ – 1 rautt chili, saxað

1 msk. kumminduft

4 msk. olía

1 tsk. salt

1 tsk. nýmalaður pipar

1 sítróna, safi úr

hnefafylli ferskt saxað kóríander

 

Skerið kartöflur í munnbitastærð og sjóðið þær í saltvatni í 4 mín. Sigtið vatnið frá og hellið þeim í ofnskúffu klædda með bökunarpappír. Stillið ofninn á 180°C blástur (200°C annars). Hitið 2 msk. olíu á pönnu og steikið panch phora kryddið á henni þar til það fer að ilma, bætið hvítlauk, engifer, chili og kummin á pönnuna og steikið áfram í 1 mín. Blandið kryddblöndunni saman við 4 msk af olíu, salt og pipar og hellið þessu yfir kartöflurnar. Makið þessu vel utan um þær og bakið þær síðar í 25 mín eða þar til þær eru fallega stökkar að utan. Kreistið sítrónusafa yfir og stráið síðan fersku kórander yfir. Upplagt meðlæti með grillmat og þá er gott að bera góða raitu fram með.

 

Panch phoron:

1 msk. svört sinnepsfræ

1 msk. kumminfræ

1 msk. fennelfræ

1 msk. fenugreekfræ ( má sleppa)

1 msk. nigellufræ

 

Blandið öllu saman.

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s