Karamellukaka

 

Hvort er betra karamella eða súkkulaði? Okkur í Salt Eldhúsi hefur fundist að flestir séu veikir fyrir karamellu, sér í lagi ef hún er heimatilbúin, gullin og lekandi. Hér er kaka sem ég lærði að baka um 15 ára aldurinn. Hún hefur fylgt mér þessi uppskrift og hef ég gert allskonar tilraunir með hana en best er hún í upprunalegri mynd í formi með gati svo karamellan þeki yfirborð kökunnar vel.

240 g smjör

150 g sykur

4 egg

150 g hveiti

2 tsk. lyftiduft

 

Hitið ofninn í 175°C. Hrærið smjör og sykur mjög vel saman eða þar til það er ljóst og kremkennt. Bætið eggjum út í einu í einu og hrærið vel saman. Ekki hafa áhyggjur þó deigið skilji sig, það lagast þegar hveitið kemur út í. Bætið nú hveiti og lyftidufti út í, Hrærið vel saman. Jafnið deiginu í smurt form og bakið kökuna í 50-60 mín. Látið kökuna kólna aðeins, losið hana úr forminu og hvolfið á disk.

 

Karamellukrem:

 

2 dl rjómi

2 msk. síróp

120 g sykur

30 g smjör

1 tsk. vanilludropar

 

Sjóðið rjóma, síróp og sykur saman við vægan hita þar til það verður karamellukennt, það tekur um 8-10 mín. Bætið smjöri og vanillu út í. Hellið karamellunni yfir kökuna.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s