Í versluninni Fiska á Nýbýlavegi er hægt á fá smáan smokkfisk (baby-squid) sem er mikið lostæti. Hann er góður steiktur einn og sér á einfaldan hátt með hvítlauk og chili-pipar og upplagt að hafa hann í forrétt eða sem tapasrétt í með öðrum réttum. Dugar fyrir 4 í forrétt eða smárétt.
400 g smokkfiskur (baby squid)
1 ferskur chili-pipar, sneiddur
3 hvítlauksgeirar, sneiddir
handfylli steinselja, söxuð
slatti af ólífuolíu
1 sítróna, safi af
sjávarsalt og nýmalaður pipar
Afþýðið smokkfiskinn, skolið hann og þerrið. Hitið 2-3 msk. ólífuolíu á pönnu og steikið smokkfiskinn á báðum hliðum. Bætið hvítlauk og chili-pipar á pönnuna þegar fiskurinn er nær steiktur í gegn, svo hvítlaukurinn ofsteikist ekki og verði rammur, þetta tekur u.þ.b. 4-5 mín. Setjið smokkfiskinn í skál og dreypið slatta af ólífuolíu yfir. Keistið sítrónu yfir ásamt steinselju og smakkið til mað salti og pipar. Berið fram með góðu brauði. Þessi réttur er líka góður kaldur.