Smokkfiskur steiktur með hvítlauk og chili-pipar

 

Í versluninni Fiska á Nýbýlavegi er hægt á fá smáan smokkfisk (baby-squid) sem er mikið lostæti. Hann er góður steiktur einn og sér á einfaldan hátt með hvítlauk og chili-pipar og upplagt að hafa hann í forrétt eða sem tapasrétt í með öðrum réttum. Dugar fyrir 4 í forrétt eða smárétt.

 

400 g smokkfiskur (baby squid)

1 ferskur chili-pipar, sneiddur

3 hvítlauksgeirar, sneiddir

handfylli steinselja, söxuð

slatti af ólífuolíu

1 sítróna, safi af

sjávarsalt og nýmalaður pipar

 

Afþýðið smokkfiskinn, skolið hann og þerrið. Hitið 2-3 msk. ólífuolíu á pönnu og steikið smokkfiskinn á báðum hliðum. Bætið hvítlauk og chili-pipar á pönnuna þegar fiskurinn er nær steiktur í gegn, svo hvítlaukurinn ofsteikist ekki og verði rammur, þetta tekur u.þ.b. 4-5 mín. Setjið smokkfiskinn í skál og dreypið slatta af ólífuolíu yfir. Keistið sítrónu yfir ásamt steinselju og smakkið til mað salti og pipar. Berið fram með góðu brauði. Þessi réttur er líka góður kaldur.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s