Indversk linsubaunasúpa með kjúklingabaunum

Súpurnar okkar í Salt Eldhúsi þykja góðar og margir af þeim sem sækja námskeið hjá okkur biðja um uppskriftina. Hér er hún og skammturinn dugar vel fyrir fjóra í matinn með góðu brauði. Súpan er vegan en þá þarf að sleppa grísku jógúrtinni.

2 tsk. kumminfræ

½ tsk. chiliflögur

2 msk. olía

1 rauðlaukur, afhýddur og saxaður

140 g rauðar linsubaunir

9 dl grænmetissoð

1 dós saxaðir tómatar

200 g soðnar kjúklingabaunir

 

Kóríander eða basilikum, saxað

Grísk jógúrt

 

Hitið rúmgóðan pott og þurr ristið kummin og chiliflögur í u.þ.b. 1 mínútu eða þar til kryddin fara að ilma. Setjið olíu í pottinn og steikið lauk þar til hann fer að verða glær. Bætið linsubaunum, soði og söxuðum tómat í pottinn og sjóðið þetta í 20 mín á meðalhita  með lokið á pottinum. Blandið súpuna saman annaðhvort í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Bætið kjúklingabaunum út í og hitið vel saman. Berið fram með slettu af grískri jógúrt og stráið fersku kryddi á toppinn.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s