Brúnað smjör

Skiptið einu 500 gramma smjörstykki í tvennt. Annar helmingurinn er látinn standa þangað til hann mýkist alveg í gegn en hinn er látinn í pott yfir meðalhita. Fyrst mun smjörið bráðna, síðan mun það byrja að “poppa” og frussast og þá er gott að bregða loki yfir pottinn á meðan að það er ganga yfir svo svo smjörið svettist ekki yfir allt eldhús. Þegar allt vatn hefur gufað upp (smjör er um 20% vatn), mun það hætta að “poppa” og byrjar að freyða. Froðan sem stígur upp er gullin að lit og þegar froðan breytir um lit og verður karamellulituð, skal taka smjörið af hitanum og hella því í skál. Á þessu stigi munuð þið líka finna öðruvísi lykt af smjörinu, en það ilmar alveg dásamlega af ristuðum hnetum og karamellu. Skafið allt úr pottinum og setjið í skál, líka þessu dökku skán sem er á botninum á pottinum, hún gefur mesta bragðið. ( Hún á ekki vera svört, þá hafið þið hitað smjörið of mikið).

Látið skálina standa á borði þangað til smjörið kólnar það mikið að það stífnar aftur. Við látum þetta alltaf standa hlið við hlið yfir nótt, bráðna smjörið og hinn helminginn sem þarf að mýkjast. Annars ættu nokkrar klst. að duga.

Setjið hvoru tveggja í hrærivélaskál og þeytið saman í 10-15 mín eða þangað til mjög létt og ljóst. Skiptið í skálar, þetta magn dugar í 4 litlar skálar. Geymist vel í kæli en má líka frysta.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s