Valhnetubrauð

Brauðið okkar í Salt Eldhúsi er mjög einfalt að laga. Það er með þurrgeri en bara mjög lítið magn og er látið hefast við stofuhita yfir nótt.

2 brauð

 

7 dl fingurvolgt vatn 

2 tsk. þurrger 

3 tsk. sjávarsalt 

100 g valhnetur, saxaðar gróft 

300 g þurrkaðir ávextir t.d. trönuber, saxaðar fíkjur, sveskjur eða döðlur 

300 g heilhveiti 

580 g hveiti 

Hellið vatni, geri og salti í stóra skál og hrærið aðeins saman svo blandist vel. Blandið öllu öðru sem er í uppskriftinni saman við og hrærið deigið saman með sleif. Leggið plast yfir skálina og látið deigið bíða við stofuhita í 12 klst. eða yfir nótt. Hitið ofninn í 225°C og setjið 2 pottjárnspotta eða sambærilega potta í ofninn. Bætið aðeins hveiti í deigið eða nóg til að geta mótað tvö brauð. Leggið þau á plötu og látið þau bíða undir plasti eða klút í 30 mín. Setjið þau þá í heitan pottjárnspottinn og bakið, með loki á, í 30 mín. Athugið að það er óþarfi að smyrja pottinn. Takið lokið af og bakið í 15 mín. Í viðbót.

 

Posted by

Við í Salt Eldhúsi erum miklir sælkerar og erum sífellt að prófa okkur áfram í matargerð og að skapa nýja rétti. Ég er annar eigandi og framkvæmdastjóri Salt Elhúss ehf, kennslueldhúss sælkerans, fyrrum þáttagerðarmaður og síðan ritstjóri á Gestgjafanum. Hér á blogginu setjum við inn okkar uppáhalds uppskriftir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s