Það er ekki mikil fyrirhöfn að gera þennan flotta og ljúffenga eftirrétt.
fyrir 2
100 g rjómaostur
1 msk. hrásykur
1 eggjarauða
1 -1 1/2 dl rjómi, léttþeyttur
6 fingurkökur (ladyfingers)
3 msk. sterkt lagað kaffi
3 msk. kaffilíkjör
50 g súkkulaði 70%, saxað mjög fínt
Hrærið rjómaost þar til hann fer að verða mjúkur. Hrærið eggjarauðu og hrásykur í annari skál þar til blandan verður létt og loftkennt. Blandið þessu tvennu saman með sleikju. Blandið næstum öllum rjómanum saman við, geymið smávegis til að skreyta með. Brjótið 3 fingurkökur í hvort glas. Hellið jafnt af kaffi og kaffilíkjör ofan á kökurnar, ef ég á ekki kaffi læt ég bara líkjör, nammi-namm. Bíðið smástund meðan vökvinn er að blandast kökunum. Hellið rjómakremi varlega ofan á kökurnar. Stráið vel af söxuðu súkkulaði ofan á rjómakremið. Skreytið með rjómatopp og smá af súkkulaði. Kælið.