Fyrir 4
Þessar kartöflur eru uppáhald okkar í Salt Eldhúsi. Þær eru einfaldar og henta mjög vel ef von er á mörgum gestum, þá er bara að nota stóra ofnskúffu og bæta við magni af því sem þær eru soðnar í. Vökvinn á að ná upp á 1/3 af kartöflunni.
4 bökunarkartöflur
50 g smjör
1 1/2 dl kjúklingasoð
2 greinar ferskt timian
2 hvítlauksgeirar, afhýddir og marðir
salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 180°C. Skerið hverja kartöflu í ferkantaðan kubb. Steikið kartöflurnar í 20 grömmum af smjörinu þannig að þær verði vel brúnaðar á hverri hlið. Raðið þeim í litla ofnskúffu. Hellið kjúklingasoðinu í skúffuna, bætið timian og hvítlauk út í og því sem eftir varð af smjörinu í litlum bitum. Setjið álpappír yfir og bakið kartöflurnar í 30-40 mín, eftir stærð. Gott er að stinga litlum hníf í þær eftir 30 mín og ef þær eru mjúkar eru þær tilbúnar annars gefum við þeim 10 mín. í viðbót.